24. október 2005


Tok mer fra fra pokkun i gaer og bakadi snuda. 800g hveiti, 200g heilhveiti, 2 tsk salt, 2 bref �urrger, 5-6 dl mjolk og 100g smjor. Smjor braett i potti og mjolk baett vid. �urrefnum blandad saman og svo mjolkurblondunni. Hnodad i 5 min (i vel.sem eg nb a nuna ;), annars 10-15 min i hondum. Latid hefast i 30 min. Flatt ut og strad rifnum osti og nidurskodnum olifum yfir (eg notadi lika hraskinku sem eg atti a helminginn). Rullad upp og skorid nidur. Latid hefast aftur i 30 min a smurdri plotu og svo bakad vid 200gr i 10-15 min. Rosa gott. Bakadi mjog marga snuda ur thessu sem eru nu eiginlega allir bunir.


Kjuklingasalat med thvi sem var til i iskapnum. Klettasalat, tomatar, gurka, furuhnetur, papaya, koriander og grilladar saetar kartoflur. Eigum svona minutugrill sem vid notum heilmikid. Parmesan ostur svo rifinn yfir. Fatta thad eiginlega nuna ad pepperberry sosan hefdi orugglega verid geggjud med.


Ja og aftur gafum vid bornunum ad borda og fengum okkar snarl sidar. Thetta er sko a la a Gummi. Hann er svo duglegur ad dekra vid mig svona. Heitt braud med geitaosti og papriku. Snitta med reyktum laxi, sitrinu og alfa alfa. Og svo snitta med afgangi af laxi. Sosan er lika alveg snilld. Keypt i oil&vinegar sem er aedisleg bud. Pepperberry dressing heitir sosan og er fra Astraliu..namm.


Enginn kvoldmatur hja okkur a laugardag heldur bara "late night snakk". Allt mjog gott nema sardinurnar med olifunum (jukk...).

19. október 2005


Lax, lax og aftur lax (bara fyrir þig Helga mín..hihi)

500-600g lax
1/2 sítróna
1-2 msk hunang
1/2 dl kikkoman soyasósa
furuhnetur
sólblómafræ
1 msk dijon sinnep

hnetur og fræ þurrsteikt á pönnu. Þeim ásamt öllu hinu (nema laxinum auðvitað) skellt í mixerinn. Laxinn svo marineraður í helmingnum af þessari sósu í hálftíma (eða bara í þann tíma sem þið hafið..hehe).
Laxinn svo grillaður.

Með var salat og hrísgrjón og svo afgangurinn af sósunni.
Þetta var auðvitað ferlega gott og börnin bæði alsæl með matinn

17. október 2005


Sukkuladikakan


Adalretturinn


Sushiid komid a bordid

Nú er búið að pressa á uppskriftirnar síðan um helgina.
Hér koma þær

FORRÉTTURINN : sushi
vorum með eggjaköku, avocado, laxa og kramarhús sushibita.
Ákvað að hafa þetta svona byrjendavænt sushi þar sem ég vissi ekki hvort allir hefðu prófað slíkt. Það kom sér vel. (uppskriftirnar af sushinu má finna í sushibók Nóatúns).

Fyrst eru sushigrjón soðin skv leiðbeiningum og sett sushi vinegar útí.

Eggjakakan: 6 egg, 2 msk sykur, 1 tsk soyasósa, 75ml dashi (fiskikraftur), 1 msk (mirin sem er hrísgrjónavín sem við slepptum því við fundum það ekki). Eggin þeytt, restinni blandað saman og blandað saman við eggin (á ekki að freyða). Hitið olíu á pönnu og bakið kökuna. Ath, það þarf að snúa henni. Kakan er svo skorin í bita sem lagðir eru á hrísgrjónakoddana sem þið eruð að sjálfsögðu búið að mynda með ykkar fimu fingrum.

Avocado:
litlir avocadobitar skornir niður, settir 2 á hvern hrísgrjónakodda. Ræma af noriþangi vafið utan um og fest með grjónum. Nýmalaður pipar yfir.

Lax:
Hann skorinn í mjög þunnar sneiðar og lagður yfir grjónakoddana.

Kramarhús.
Noriþang klippt í tvennt og vafið í kramarhús. Fyllt með grjónum að hálfu, avocadobita, sítrónubita, surimibita og káli. Einnig má setja wasabi ofan í en ég ákvað að hafa það bara með.

með sushiniu er borin fram soyasósa, súrsað engifer og wasabi.

AÐALRÉTTURINN: svínalund með ferskjusinnepssósu

1600 g svínalund (fyrir 8)
4 sm bútur af engiferrót
12 msk ferskjumarmelaði (sem við notuðum þar sem við fundum ekki appelsínumarmealði eins og er í orginal uppskriftinni).
4 msk soyasósa
4 tsk dijon-sinnep
4 msk olía
300ml hvítvín eða vatn
etv pipar og salt

Skerið hverja svínalund í 4-5 bita. Rífið engiferrótina eða saxið hana smátt og setjið í skál ásamt 4 msk af marmilaði, sinnepi og soya. Setjið kjörið út í og veltið því upp úr kryddleginum. Látið liggja í 14-20 mín og hrærið nokkrum sinnum. Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið kjörið efitr smekk, t.d. á 3 hliðum í 5 mín á hverri hlið. Takið það svo af pönnunni og haldið því heitu. Bætið 8 msk af marmilaði á pönnuna ásamt hvítvíni eða vatni og látið malla í 2-3 mín. Smakkið sósuna, bragðbætið með pipar og salti ef þarf (þurftum þess ekki) og setjið kjötuð aftur út í eða berið sósuna fram með því.

Meðlæti.
2 kartöflur á mann afhýddar og skornar rendur niður í miðja kartöflu. Smurðar með smjöri og sett inn í oft á 200 gráður. bakað þar til tilbúið (30 mín eða lengur) og smyrjið öðru hvoru með smjöri (loksins fundum við almennilegt smjör, ekki seinna vænna. Það er franskt og er extra salt :)

Salat. Grænu blönduðu salati blandað í skál. Blandaði saman limonu basilikum (sem fæst hér, algjört nammi) og olífuolíu. Yfir setti ég svo pistasíu hnetur og flögur af nýrifnum parmesanosti.


EFTIRRÉTTUR.
Jæja þá er ég búin að eignast hrærivél í fyrsta sinn eins og ég hef áður nefnt. Ég ætlaði sko heldur betur að nota hana svo ég ákvað að baka köku. Fann þessa fínu uppskrift af franskri súkkulaðiköku. Svo kemur í ljós þegar ég er að baka hana að það þarf ekki að hræra :(
Ég bjargaði mér bara úr þerri dilemmu með því að þeyta rjómann sem var með í flottu vélinni:)

Í kökuna fer:
400g 70% súkkulaði (ég var voða grand og keypti súkkulaðið frá Lindt sem framleiðir bara æðislegt konfekt)
300g smjör (ég var svo heppin að eiga alvöru smjörva)
20 g púðursykur
5-6 egg

Smjör brætt í potti og sykurinn svo settur út í. Þegar suðan kemur upp er slökkt undir. Þá er súkkulaðið sett út í og hrært þar til það er bráðnað (í lagi að hafa lítinn hita). Síðan eru eggin hrærð úti eitt og eitt í einu. Sett í smurt form (þarf að vera frekar hátt svo þetta flæði ekki út úr, ég notaði smelluform). Bakað í klst við 180 gr.
Þetta er svolítið örðuvísi kaka. Er eiginlega eins og risastór konfektmoli. Sérstök að því leiti að það er ekkert hveiti í henni og lítill sem enginn sykur.

13. október 2005

 
 Posted by Picasa

Hér kemur mjög einfaldur og góður kjúklingaréttur sem ég fann í gestgjafanum og eldaði í gær.
kjúklingabringur kryddaðar á hefðbundinn hátt og grillaðar úti eða á grillpönnu.

Salat:
1 avocado
1 mangó (skv uppskrift á að vera papaya en ég fékk það ekki, þetta er örugglega ekki síðra)
4 tómatar
1 sítróna
salt og pipar
kóríander

Avocado, mango og tómatar skornir í litla bita. Sítónan kreist yfir, saltað og piprað aðeins og kóríander yfir (fékk ekki kóríander svo ég notaði bara þurrkaðan)

Kjúklingabringurnar svo lagðar yfir salatið og borið þannig fram.
Okkur öllum fannst þetta rosalega gott, meira að segja Katrínu sem hefur verið mjög ódugleg að borða síðustu vikur.

11. október 2005


gufusodinn lax og graenmeti asamt girnilegu salati

Gufusoðinn lax og grænmeti ásamt salati

Laxinn krydduðum við með salti, pipar og cumin fræjum.
Gufusuðum hann ásamt rósakáli og strengjabaunum. Langt síðan við höfum smakkað rósakál. Mjög gott, sérstaklega þegar búið er að salta það..namm
Í salatið fór svo rucola, kirsuberjatómatar, 1/2 avocadó, og svo salatdressing sem samanstóð af 4 niðurskorðum sólþurrkuðum tómötum, olífuolíu, 2 tsk hunang, 2 tsk soyasósa og slash af sítrónusafa. Mér fannst hún aðeins og þykk svona svo ég bætti örlitlu af vatni við.
Katrín borðaði ekki vel frekar enn fyrri daginn en Marteinn og við Gummi hámuðum þetta lúxusfæði í okkur.
Gummi mælir með Welmoed - sauvignon blanc - 2004 frá suður-afríku :)


Baunagullas


Afraksturinn ur fyrstu notkun


Nyja hraerivelin komin

Við hjónin höfum alltaf notað bókina hennar Sollu (grænn kostur Hagkaupa) mikið. Tók eftir því í gær að hún er að detta í sundur :(
Ég held að það þvælist oft fyrir fólki að elda marga réttina sem eru í henni. En þetta er ekkert mál. Mesta vinnan fer í að skera niður grænmetið - sem er nú ekki mikið mál.
Gerði td baunagúllas í gær. Skar niður það grænmeti sem var til. Nota oft uppskriftirnar til að styðjast við ef ég á ekki allt í þær. Algjör óþarfi að hætta við að elda matinn þó maður eigi ekki til stórþarastrimil (sem er í þessari uppskrift...haha).

Skar niður 3 kartöflur í bita
3 sætar karöflur
4 litla lauka
3 gulrætur

1 dós kókosmjólk
1 dós kjúklingabaunir (áttu að ver augnbaunir en ég átti hitt til)
2 dósir tómatpúrra (svona litlar)
1/2 tsk cuminfræ
1 tsk paprikuduft
1/2 lítri vatn
2 grænmetisteningar
2 lárviðarlauf
salt og pipar
2 msk steinselja
smá biti af geitaosti

Steikti laukinn og grænmetinn í olíu í 10 mín. Setti svo cumin, tómatpúrru og paprikuduft út í og hrærði í í 2 mín. Svo er kókosmjólkin, baunirnar, vatnið, lárviðarlaufin og grænmetisteningarnir settir út í. Eftir suðu er svo steinseljan og geitaosturinn settur yfir (má líka vera timian ef þið eigið það til).
Þetta á svo að sjóða í 1 til 1 og hálfan tíma. Já það er langur tími....en það er líka sniðugt að henda þessu í pott eftir kvöldmat og leyfa þessu að sjóða á meðan maður glápir á imbann og hita það svo upp daginn eftir. Líka betra á bragðið þannig. Það var auðvitað mjög mikill afgangur hjá okkur eins og yfirleitt þegar við eldum svona mat (stórar uppskriftir og mjög saðsamur matur). Við skelltum svo bara afgangnum í frystinn.
Bakaði svo brauð með sem ég hnoðaði í nýju Kitchen Aid hrærivélinni minni :)

6. október 2005

Þið sem eruð í heilsuhugleiðingum getið kíkt á síðuna hjá henni Dagný og séð fleiri flottar uppskriftir. Þau hjónin eru nefnilega í fitubollukeppni..hihi. Borða bara hollt og leikfimi upp á hvern dag. ÁFRAM DAGNÝ.

3. október 2005


Otrulega god supa

Bjó til æðislega súpu í kvöld. Fann uppskriftina í hollensku blaði. Og svo er hún líka auðvitað mjög holl :)

Papriku og tómatasúpa

4 rauðar paprikur
660g trostómatar (tómatar á stöngli, auðvitað hægt að nota hvernig tómata sem er)
2 skallotlaukar eða 1 venjulegur (lítill)
1 avocado
sítrónusafi sett yfir avocadóið ef þið eruð búin að skera það niður nokkru áður en það fer í súpuna til að það dökkni ekki.
alfa alfa spírur (gerir gott bragð en líka hægt að sleppa)
1 msk olía
1 msk tómatpúrra
750 ml - 1L grænmetiskraftur (1L í uppskrift en mér fannst það of mikið, þá varð súpan of þunn svo ég notaði ekki allt vatnið)
salt og pipar
125-150 g rækjur (ég er svo heppin að fá ósoðnar risarækjur hér sem ég síð í örstutta stund, þær er alveg æði á bragðið)


Paprikurnar skornar í 4 sneiðar og fræhreinsaðar. Settar inn í heitan ofn og grillaðar þar í nokkra stund. Þá eru þær settar í plastpoka og leyft að kólna þar í 15 mín. Þá er auðveldara að ná hýðinu af þeim.
Tómatar settir í sjóðandi vatn og síðan skellt í kalt vatn. Þá er líka auðvelt að ná hýðinu af þeim :)
Olía hituð á pönnu og smátt saxaður laukurinn (eða laukarnir) settur út í. Síðan fer tómatpúrran ofan í. Eftir 1 mín eru paprikurnar og tómatarnir settir út í ásamt 2 pressuðum hvítlauksrifjum og látið malla í 10 mín. Þá 750ml- 1L af grænmetissoði (2 teningar) og látið sjóða í 5 mín.
Þessu er svo öllu skellt í mixer (eða töfrasproti ef þið eigið ekki svona æðislegan mixer eins og ég :)
Þessu svo aftur skellt í pottinn (eða pönnuna) og látið haldast heitt þar á meðan 1 avocadó er skorið í bita.
Þetta fer svo í súpuskálina og avocado og rækjur ásamt alfa alfa spírum yfir.

Þetta er besta súpa sem ég hef smakkað í langan tíma.
Marteinn var svo hrifinn og spurði af hverju við höfum ekki oftar súpur svo við ákváðum að mánudagar yrðu okkar súpudagar enda öll mjög hrifin af súpum nema kannski Katrín en hún er ekki hrifin af neinum mat þessa dagana :(