Nú er búið að pressa á uppskriftirnar síðan um helgina.
Hér koma þær
FORRÉTTURINN : sushi
vorum með eggjaköku, avocado, laxa og kramarhús sushibita.
Ákvað að hafa þetta svona byrjendavænt sushi þar sem ég vissi ekki hvort allir hefðu prófað slíkt. Það kom sér vel. (uppskriftirnar af sushinu má finna í sushibók Nóatúns).
Fyrst eru sushigrjón soðin skv leiðbeiningum og sett sushi vinegar útí.
Eggjakakan: 6 egg, 2 msk sykur, 1 tsk soyasósa, 75ml dashi (fiskikraftur), 1 msk (mirin sem er hrísgrjónavín sem við slepptum því við fundum það ekki). Eggin þeytt, restinni blandað saman og blandað saman við eggin (á ekki að freyða). Hitið olíu á pönnu og bakið kökuna. Ath, það þarf að snúa henni. Kakan er svo skorin í bita sem lagðir eru á hrísgrjónakoddana sem þið eruð að sjálfsögðu búið að mynda með ykkar fimu fingrum.
Avocado:
litlir avocadobitar skornir niður, settir 2 á hvern hrísgrjónakodda. Ræma af noriþangi vafið utan um og fest með grjónum. Nýmalaður pipar yfir.
Lax:
Hann skorinn í mjög þunnar sneiðar og lagður yfir grjónakoddana.
Kramarhús.
Noriþang klippt í tvennt og vafið í kramarhús. Fyllt með grjónum að hálfu, avocadobita, sítrónubita, surimibita og káli. Einnig má setja wasabi ofan í en ég ákvað að hafa það bara með.
með sushiniu er borin fram soyasósa, súrsað engifer og wasabi.
AÐALRÉTTURINN: svínalund með ferskjusinnepssósu
1600 g svínalund (fyrir 8)
4 sm bútur af engiferrót
12 msk ferskjumarmelaði (sem við notuðum þar sem við fundum ekki appelsínumarmealði eins og er í orginal uppskriftinni).
4 msk soyasósa
4 tsk dijon-sinnep
4 msk olía
300ml hvítvín eða vatn
etv pipar og salt
Skerið hverja svínalund í 4-5 bita. Rífið engiferrótina eða saxið hana smátt og setjið í skál ásamt 4 msk af marmilaði, sinnepi og soya. Setjið kjörið út í og veltið því upp úr kryddleginum. Látið liggja í 14-20 mín og hrærið nokkrum sinnum. Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið kjörið efitr smekk, t.d. á 3 hliðum í 5 mín á hverri hlið. Takið það svo af pönnunni og haldið því heitu. Bætið 8 msk af marmilaði á pönnuna ásamt hvítvíni eða vatni og látið malla í 2-3 mín. Smakkið sósuna, bragðbætið með pipar og salti ef þarf (þurftum þess ekki) og setjið kjötuð aftur út í eða berið sósuna fram með því.
Meðlæti.
2 kartöflur á mann afhýddar og skornar rendur niður í miðja kartöflu. Smurðar með smjöri og sett inn í oft á 200 gráður. bakað þar til tilbúið (30 mín eða lengur) og smyrjið öðru hvoru með smjöri (loksins fundum við almennilegt smjör, ekki seinna vænna. Það er franskt og er extra salt :)
Salat. Grænu blönduðu salati blandað í skál. Blandaði saman limonu basilikum (sem fæst hér, algjört nammi) og olífuolíu. Yfir setti ég svo pistasíu hnetur og flögur af nýrifnum parmesanosti.
EFTIRRÉTTUR.
Jæja þá er ég búin að eignast hrærivél í fyrsta sinn eins og ég hef áður nefnt. Ég ætlaði sko heldur betur að nota hana svo ég ákvað að baka köku. Fann þessa fínu uppskrift af franskri súkkulaðiköku. Svo kemur í ljós þegar ég er að baka hana að það þarf ekki að hræra :(
Ég bjargaði mér bara úr þerri dilemmu með því að þeyta rjómann sem var með í flottu vélinni:)
Í kökuna fer:
400g 70% súkkulaði (ég var voða grand og keypti súkkulaðið frá Lindt sem framleiðir bara æðislegt konfekt)
300g smjör (ég var svo heppin að eiga alvöru smjörva)
20 g púðursykur
5-6 egg
Smjör brætt í potti og sykurinn svo settur út í. Þegar suðan kemur upp er slökkt undir. Þá er súkkulaðið sett út í og hrært þar til það er bráðnað (í lagi að hafa lítinn hita). Síðan eru eggin hrærð úti eitt og eitt í einu. Sett í smurt form (þarf að vera frekar hátt svo þetta flæði ekki út úr, ég notaði smelluform). Bakað í klst við 180 gr.
Þetta er svolítið örðuvísi kaka. Er eiginlega eins og risastór konfektmoli. Sérstök að því leiti að það er ekkert hveiti í henni og lítill sem enginn sykur.