13. október 2005

Hér kemur mjög einfaldur og góður kjúklingaréttur sem ég fann í gestgjafanum og eldaði í gær.
kjúklingabringur kryddaðar á hefðbundinn hátt og grillaðar úti eða á grillpönnu.

Salat:
1 avocado
1 mangó (skv uppskrift á að vera papaya en ég fékk það ekki, þetta er örugglega ekki síðra)
4 tómatar
1 sítróna
salt og pipar
kóríander

Avocado, mango og tómatar skornir í litla bita. Sítónan kreist yfir, saltað og piprað aðeins og kóríander yfir (fékk ekki kóríander svo ég notaði bara þurrkaðan)

Kjúklingabringurnar svo lagðar yfir salatið og borið þannig fram.
Okkur öllum fannst þetta rosalega gott, meira að segja Katrínu sem hefur verið mjög ódugleg að borða síðustu vikur.

1 Comments:

Blogger Skoffínið said...

Prófa þennan um helgina!

14 október, 2005 11:09  

Skrifa ummæli

<< Home