3. febrúar 2008

Hollari vatnsdeigsbollur

Hér er uppskrift af þeim
80g kókosolía (bragðminni - helst ekki frá himneskri hollustu, hægt er að fá aðra tegund í fjarðarkaupum)
2 dl vatn
100gr spelthveiti
2-3 egg
örlítið salt


Sjóðið vatn og olíu þar til olían er bráðnuð, bætið þá hveitinu við. Stráið salti yfir og kælið aðeins. Þeytið eggin saman og bætið þeim smámsaman út í og passa að deigið sé ekki og linnt.
Setjið með skeið á plötu og bakið við 200°C

Ofan á bollurnar setti ég agavesíróp sem ég hrærði kakó útí.
Á milli settum við st.dalfour sultu sem er sykurlaus og möndlurjóma.
Möndlurjóma bý ég til með því að leggja 1 bolla af möndlum í vatn í 8-12 klst og afhýði svo (ef þær eru með hýði). Síðan eru þær settar í matvinnsluvél (eða mixer) og malaðar með 1/4 bolla agavesírópi og hálfum bolla af vatni. Athugið að setja vatnið smátt og smátt út í þar til rjóminn er orðinn mátulega þykkur. Getur verið að ekki þurfi að nota allt vatnið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home