4. febrúar 2010

Súkkulaðifylltar döðlur

8-10 döðlur (helst ferskar)
100g dökkt súkkulaði 70%
2 1/2 msk vatn
1/4 tsk skyndikaffiduft
1/2 tsk vanilludropar
2 msk kókosmjöl

Steinhreinsið döðlurnar. Setjið súkkulaðið í lítinn pott ásamt kaffi vatni og vanilludropum. Bræðið það við vægan hita og hrærið í á meðan. Setjið pottinn til hliðar og látið súkkulaðið kólna og þykkna aðeins. setjið svo eina tsk af súkkulaði inn í hverja döðlu og veltið þeim upp úr kókosmjölinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home