Við hjónin höfum alltaf notað bókina hennar Sollu (grænn kostur Hagkaupa) mikið. Tók eftir því í gær að hún er að detta í sundur :(
Ég held að það þvælist oft fyrir fólki að elda marga réttina sem eru í henni. En þetta er ekkert mál. Mesta vinnan fer í að skera niður grænmetið - sem er nú ekki mikið mál.
Gerði td baunagúllas í gær. Skar niður það grænmeti sem var til. Nota oft uppskriftirnar til að styðjast við ef ég á ekki allt í þær. Algjör óþarfi að hætta við að elda matinn þó maður eigi ekki til stórþarastrimil (sem er í þessari uppskrift...haha).
Skar niður 3 kartöflur í bita
3 sætar karöflur
4 litla lauka
3 gulrætur
1 dós kókosmjólk
1 dós kjúklingabaunir (áttu að ver augnbaunir en ég átti hitt til)
2 dósir tómatpúrra (svona litlar)
1/2 tsk cuminfræ
1 tsk paprikuduft
1/2 lítri vatn
2 grænmetisteningar
2 lárviðarlauf
salt og pipar
2 msk steinselja
smá biti af geitaosti
Steikti laukinn og grænmetinn í olíu í 10 mín. Setti svo cumin, tómatpúrru og paprikuduft út í og hrærði í í 2 mín. Svo er kókosmjólkin, baunirnar, vatnið, lárviðarlaufin og grænmetisteningarnir settir út í. Eftir suðu er svo steinseljan og geitaosturinn settur yfir (má líka vera timian ef þið eigið það til).
Þetta á svo að sjóða í 1 til 1 og hálfan tíma. Já það er langur tími....en það er líka sniðugt að henda þessu í pott eftir kvöldmat og leyfa þessu að sjóða á meðan maður glápir á imbann og hita það svo upp daginn eftir. Líka betra á bragðið þannig. Það var auðvitað mjög mikill afgangur hjá okkur eins og yfirleitt þegar við eldum svona mat (stórar uppskriftir og mjög saðsamur matur). Við skelltum svo bara afgangnum í frystinn.
Bakaði svo brauð með sem ég hnoðaði í nýju Kitchen Aid hrærivélinni minni :)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home