Bjó til æðislega súpu í kvöld. Fann uppskriftina í hollensku blaði. Og svo er hún líka auðvitað mjög holl :)
Papriku og tómatasúpa
4 rauðar paprikur
660g trostómatar (tómatar á stöngli, auðvitað hægt að nota hvernig tómata sem er)
2 skallotlaukar eða 1 venjulegur (lítill)
1 avocado
sítrónusafi sett yfir avocadóið ef þið eruð búin að skera það niður nokkru áður en það fer í súpuna til að það dökkni ekki.
alfa alfa spírur (gerir gott bragð en líka hægt að sleppa)
1 msk olía
1 msk tómatpúrra
750 ml - 1L grænmetiskraftur (1L í uppskrift en mér fannst það of mikið, þá varð súpan of þunn svo ég notaði ekki allt vatnið)
salt og pipar
125-150 g rækjur (ég er svo heppin að fá ósoðnar risarækjur hér sem ég síð í örstutta stund, þær er alveg æði á bragðið)
Paprikurnar skornar í 4 sneiðar og fræhreinsaðar. Settar inn í heitan ofn og grillaðar þar í nokkra stund. Þá eru þær settar í plastpoka og leyft að kólna þar í 15 mín. Þá er auðveldara að ná hýðinu af þeim.
Tómatar settir í sjóðandi vatn og síðan skellt í kalt vatn. Þá er líka auðvelt að ná hýðinu af þeim :)
Olía hituð á pönnu og smátt saxaður laukurinn (eða laukarnir) settur út í. Síðan fer tómatpúrran ofan í. Eftir 1 mín eru paprikurnar og tómatarnir settir út í ásamt 2 pressuðum hvítlauksrifjum og látið malla í 10 mín. Þá 750ml- 1L af grænmetissoði (2 teningar) og látið sjóða í 5 mín.
Þessu er svo öllu skellt í mixer (eða töfrasproti ef þið eigið ekki svona æðislegan mixer eins og ég :)
Þessu svo aftur skellt í pottinn (eða pönnuna) og látið haldast heitt þar á meðan 1 avocadó er skorið í bita.
Þetta fer svo í súpuskálina og avocado og rækjur ásamt alfa alfa spírum yfir.
Þetta er besta súpa sem ég hef smakkað í langan tíma.
Marteinn var svo hrifinn og spurði af hverju við höfum ekki oftar súpur svo við ákváðum að mánudagar yrðu okkar súpudagar enda öll mjög hrifin af súpum nema kannski Katrín en hún er ekki hrifin af neinum mat þessa dagana :(

1 Comments:
Flott síða - nú ætla ég að taka mig til og elda allt á henni:)))
Er að fá stelpurnar í Barce í mat á fimmtudaginn - kannski ég geri þessa súpu
Skrifa ummæli
<< Home