16. nóvember 2010

Súkkulaði muffins m/súkkulaði og hnetukremi

2 ½ dl möndlumjólk eða sojamjólk eða hrísgrjónamjólk eða mjólk
2 tsk sítrónusafi
1 ½ dl agavesýróp*
¾ dl kaldpressuð kókosolía*
1 tsk vanilluduft*
2 ½ dl spelt* t.d. fínt og gróft til helminga
¾ dl hreint kakóduft*
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk himalaya eða sjávarsalt

Hitið ofninn í 180*C. Setjið möndlumjólk (eða aðra mjólk) í matvinnsluvél ásamt sítrónusafa, agavesýrópi, kókosolíu og vanilludufti og hrærið þar til þetta verður létt og freyðandi. Blandið þurrefnunum saman í annari skál og hellið vökvablöndunni útí og hrærið saman. Setjið í ykkar uppáhalds muffins form eða bréf og bakið í um 18-20 mín eða þar til þetta er alveg gegnum bakað. Ef þið ætlið að hafa krem á þeim þá er best að láta þær kólan fyrst.

Súkkulaði og hnetukrem:

½ dl agavesýróp*
¾ dl kaldpressuð kókosolía*
1 dl hreint kakóduft
1 msk hnetusmjör* eða tahini*

Hrærið öllu saman í skál og setjið kremið oná kökurnar þegar þær hafa kólnað

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home