Falafel
1 3/4 niðursoðnar kjúklingabaunir
2 hvítlauksgeirar
1 lítill laukur
1 tsk malað kóríander
1 msk cummin
cayenne pipar
1 bolli fersk steinselja
1 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1/2 tsk matarsódi
1 msk sítrónusafi
góð olía til að steikja úr
Setjið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél ásamt öðrum hráefnum fyrir utan olíuna. Hrærið þar til allt er vel blandað saman en gætið þess að blandan maukist ekki um of. Setjið olíuna í pott eða djúpa pönnu og hafið nægilega mikið til að geta steikt bollurnar. Hitið olíuna þar til hún er orðin um 180 gráðu heit og mótið litlar kúlur úr blöndunni. Steikið bollurnar í olíunni þar til þær eru fallega brúnar.
Með falafelinu er gott að bera fram tahini sósu en þá er blandað saman jafn miklu af tahini og hreinni jógúrt (ég notaði ab-mjólk) og bragðbætt með salti, pipar, cummin, hvítlauk og sítrónusfa.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home