Bananadöðlukaka
Þessi er svakalega einföld, holl og góð
550 gr. Döðlur sem eru hitaðar í potti og maukaðar
2 stappaðir bananar settir út í
1 bolli haframjöl
1 msk kókósolía
Heslihnetur eða möndluflögur (saxa hneturnar vél sett bara smá af hvoru)
Þetta er allt hrært saman, sett í form og látið kólna í ísskáp
Skreytt með jarðaberjum, brytjuðu dökku súkkulaði og kókosflögum (eða mjöli)
Borið fram með rjóma eða ís ef vill.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home