19. október 2005

Lax, lax og aftur lax (bara fyrir þig Helga mín..hihi)

500-600g lax
1/2 sítróna
1-2 msk hunang
1/2 dl kikkoman soyasósa
furuhnetur
sólblómafræ
1 msk dijon sinnep

hnetur og fræ þurrsteikt á pönnu. Þeim ásamt öllu hinu (nema laxinum auðvitað) skellt í mixerinn. Laxinn svo marineraður í helmingnum af þessari sósu í hálftíma (eða bara í þann tíma sem þið hafið..hehe).
Laxinn svo grillaður.

Með var salat og hrísgrjón og svo afgangurinn af sósunni.
Þetta var auðvitað ferlega gott og börnin bæði alsæl með matinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home