Gufusoðinn lax og grænmeti ásamt salati
Laxinn krydduðum við með salti, pipar og cumin fræjum.
Gufusuðum hann ásamt rósakáli og strengjabaunum. Langt síðan við höfum smakkað rósakál. Mjög gott, sérstaklega þegar búið er að salta það..namm
Í salatið fór svo rucola, kirsuberjatómatar, 1/2 avocadó, og svo salatdressing sem samanstóð af 4 niðurskorðum sólþurrkuðum tómötum, olífuolíu, 2 tsk hunang, 2 tsk soyasósa og slash af sítrónusafa. Mér fannst hún aðeins og þykk svona svo ég bætti örlitlu af vatni við.
Katrín borðaði ekki vel frekar enn fyrri daginn en Marteinn og við Gummi hámuðum þetta lúxusfæði í okkur.
Gummi mælir með Welmoed - sauvignon blanc - 2004 frá suður-afríku :)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home