8. október 2007

Banana múffur

Þessar múffur hafa verið mjög vinsælar á mínu heimili (frá Sollu)


100 g heslihnetur* malaðar
200 g spelt* nota má fínt og gróft til helminga
2 msk. hreint kakóduft*
2 tsk. vínsteinslyftiduft*
1/2 tsk. vanilluduft*
sjávarsalt á hnífsoddi
2 bananar, vel þroskaðir, afhýddir og skornir í bita
2 egg
250 g döðlur*
1/2-1 tsk. sítrónusafi
Hitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman í skál. Setjið banana, egg, döðlur og sítrónusafa í matvinnsluvél og maukið þar til þetta verður aðeins freyðandi. Blandið bananablöndunni varlega saman við þurrefnin með sleif.
Setjið í múffuform (sniðugt er að strá dálitlu kókosmjöli á botninn) og bakið í u.þ.b. 15 mínútur. Þetta gera 12-14 múffur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home