24. september 2007

Eplachutney

Þessa uppskrift fékk ég af umbúðum af indverskri tortillu frá Móður Náttúru

2 msk olía eða ghee
1/2 tsk cumminfræ
1/2 tsk kóríanderfræ
1/2 tsk fennelfræ
6 græn epli flysjuð steinhreinsuð og skorin í þunna bita
2 msk hlynsýróp (ég notaði agave)
1/4 tsk malað múskat
1/4 tsk chillipiparduft
1/4 bolli appelsínusafi
1/4 bolli ristaðar valhnetur
1/4 bolli kókosflögur

Hitið olíu í potti og ristið cummin, kóríander og fennelfræ þar til þau byrja að taka lit. Setjið allt hráefnið nema kókosflögur og valhnetur útí pottinn. Látið malla við vægan hita í 40 mín.
Að lokum er kókosflögum og valhnetum bætt út í .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home