8. október 2007

Galdurinn í staðinn fyrir sykur (frá Sollu)

1 dl sykur = 1 ½ dl döðlumauk
1 dl sykur = 1 ½ dl ávaxtamauk (þið getið gert ykkar eigin blöndu)
1 dl sykur = ½ dl döðlumauk + ½ dl agavesýróp
1 dl sykur = ½ - ¾ dl agavesýróp

Döðlumauk
setjið 500g döðlur* í skál með vatni, látið vatnið rétt fljóta yfir, eftir 15 - 30 mín er vatninu hellt af (geymt) og döðlurnar settar í matvinnsluvél ásamt 1-1 ½ dl af bleytivatninu og maukað. Geymist í ísskáp í um 2 vikur, en 3-6 mánuði í frysti.

Ávaxtamauk
200 g döðlur*
150 g rúsínur*
150 g sveskjur



3 dl vatn
1 lífræn appelsína, skorin í fernt (má nota sítrónu í staðin)
½ tsk kanill
½ tsk vanilluduft*
¼ tsk kardimomma
salt af hnífsoddi
Allt sett í pott og soðið í um 20-30 mín, passið að hræra í annað slagið, veiðið appelsínurnar uppúr og setjið restina í matvinnsluvél og maukið. sumum finnst gott að þurrrista 1 dl af kókosmjöli* á pönnu og bæta útí maukið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home