Kjúklingabaunabuff
Eftir að hafa gert buffið í gær þá breyttum við nafninu á því og hér það svikið kjúklingabaunabuff. Ástæðan var sú að ég maukaði alltof mikið laukinn og paprikurnar og var því ekki séns að búa til buff. Þetta var allt of linnt. Við bara björguðum því með að setja það í eldfast mót og settum það í ofninn í 20 mín. Það var sko ekkert síðra þannig. namm namm. Börnin voru alsæl með þetta og hann Styrkár líka. Ég notaði helmingi minna af ab-mjólk þar sem þetta varð of þunnt hjá mér. Nú er ég búin að læra af þessu og sker laukinn og paprikurnar næst í stað þess að breyta í mauk :)
Uppskriftin er frá Sigrúnu
450 gr niðursoðnar kjúklingabaunir (athugið að vatnið reiknast ekki með, einungis baunirnar sjálfar)
1 kúfull skeið af coriander fræjum
1 kúfull skeið af cumin fræjum (ekki kúmen heldur cumin)
1 lítill laukur, skorinn smátt
1 græn paprika, skorin smátt
2 stórir hvítlauksgeirar
2 rauðir, litlir chilli pipar, skorinn smátt
5 sólþurrkaðir tómatar (olían þerruð af)
50 gr rifinn sojaostur eða venjulegur (má sleppa)
1 tsk turmeric
1 tsk karrí
1 msk sítrónusafi
10 gr ferskt coriander
100-200 gr AB mjólk eða hrein jógúrt (meira eftir þörfum)
1 stórt egg, hrært lauslega
3 msk spelti eða heilhveiti
1 msk ólífuolía
Heilsusalt
Pipar
Aðferð:
Þurrristið corianderfræin og cuminfræin á pönnu þangað til þau fara að ilma og hoppa til á pönnunni. Setjið þau í mortél og merjið þangað til fræin verða að dufti.
Setjið laukinn, chillipiparinn, paprikuna og hvítlaukinn í matvinnsluvél og malið frekar fínt.
Bætið fræjunum við ásamt karríinu og turmericinu og malið í nokkrar sekúndur.
Næst skal setja kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél, ásamt ferska coriandernum og sólþurrkuðu tómötunum og látið saxast aðeins. Ekki mauka alveg því það á að vera smá til að bíta í.
Færið þetta í stóra skál.
Bætið egginu saman við og ólífuolíunni.
Bætið speltinu eða hveitinu saman við.
Bætið jógúrtinu/AB mjólkinni saman við ásamt sítrónusafanum. Ef deigið er of stíft, setjið þá aðeins meira af jógúrt/AB mjólk.
Ef ostur er notaður, bætið honum þá út í hér.
Kælið í smástund í ísskáp.
Mótið í u.þ.b. 12 flöt buff.
Hitið við 190°C í um 40 mínútur, snúið a.m.k. einu sinni.
Hvítlauksjógúrtsósa400 ml hreint jógúrt eða ab mjólk
1 tsk heilsusalt
1 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum eða 1 pressað hvítlauksrif
1/4-1/2 tsk svartur pipar
Blandið öllu saman og kælið

1 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home