15. ágúst 2006


Fajitas

1 avokado (mjúkt) mixað með 1/2 poka af guacamole mix frá casa fiesta og 1 msk sýrður rjómi (5%)
Þá ertu komin með guacamole :) Stundum þegar við höfum meiri tíma þá gerum við guacamole "from scratch"

2 kjúklingabringur sem Gummi klífur í tvennt svo þær séu fljótari að grillast
Þær eru lagðar í fajitamix sem er blandað helst í bjór (við notuðum núna pilsner)
Þegar búið er að grilla þær eða steikja eru þær skornar þvert í litla bita og bornar þannig fram.

Meðlæti
niðurskornir tómatar
salsa sósa
guacamole
sýrður rjómi (ég nota 5%, reyni alltaf að nota sem minnsta fitu í matseld)
niðurrifið kál
rifinn ostur (við prófuðum núna í kvöld soya ost sem við vorum hrifin af en börnin voru það ekki)
grillaður laukur og grilluð paprika. skorið niður í strimla og grillað svo. Við erum svo heppin að vera með grillpönnu á grillinu okkar og það svínvirkar á steikta laukinn og þá verður þetta svo orginal, alveg eins og á veitingastað í Mexico :)

Tortillakökur notaðar undir. Gummi hitar þær bara á grillinu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home