Enn og aftur stefni ég að því að vera duglegri við að setja inn uppskriftirnar mínar hér. Góð leið til að halda utan um hvað við eldum fjölskyldan sérstaklega þegar manni langar til að elda aftur sama réttinn. Ég er nefnilega snilli í að gleyma hvernig ég gerði réttina. Þó að það sé ekki nema vika síðan eða jafnvel 2 dagar þá er ég búin að gleyma því hvernig ég gerði þá.
Nú er bara að fara að setjast niður á sunnudögum og gera vikuseðil eins og ég var svo dugleg að gera í Hollandi.

1 Comments:
SAMMÁLA. Ótrúlegt hvað maður getur verið gleyminn. Stundum þegar maður eldar eitthvað ofur einfalt að þá hugsar maður ahh nei nei ég þarf ekkert að skrifa þetta niður, þetta er svo hrikalega einfalt. En svo auðvitað man maður ekkert hvernig maður fór að því að gera þennan ofur einfalda rétt fyrir kannski viku síðan.
Flott hjá þér að setja þetta hingað inn :)
Og hrikalegaur munur að gera matseðil fyrir hverja viku. Ég er ansi mikið dugleg í því, en auðvitað koma upp dagar sem maður hugsar..ææjj eigum við ekki að sleppa því að hafa þetta eða hitt í dag og grilla okkur eitthvað frekar því veðrið er svo gott :) en það er nú bara allt í gúddí.
Skrifa ummæli
<< Home