Grillaður lax
Signý kom í mat til okkar með börnin í gær.
Í matinn var:
Lax marineraður í hotspot sósu (mango jalapeno). Hún er mjög góð en alls ekki sykurlaus. Gummi grillaði svo laxinn.
brún grjón
klettasalat með niðurskorni papriku, tómötum, sólþurrkuðum tómötum og ólífumRaita sem samanstendur af hreinni jógúrt (ég blandaði saman jógúrti og létt ab-mjólk) með niðurskorinni gúrku, 1/2 tsk af cumin dufti, salt og pipar
Sæt kartafla skorin í strimla og grilluð
Borðuðum öll með bestu lyst nema kannski Regína Sjöfn sem er frekar matvönd :)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home