Grænmetisréttur ala Alma
Þreif og tók til í ískápnum í gær. Þar leyndist nú ýmislegt gotterí. Bjó til grænmetisrétt og bakaði brauð og buðum svo Ínu, Gaua og börnum í spontant kvöldverð.
Steikti 2 hvítlauksrif (pressuð), 1 skallotlauk og slatta af engifer á pönnu í smá ólífuolíu. Setti svo 1 sæta kartöflu úti sem ég var búin að skera í litla bita. Hellti svo einni dós af kókosmjólk út á. Lét þetta malla í um 10 mín þar til sætu voru orðnar frekar mjúkar. Þá skellti ég nokkrum sveppum úti ásamt 500g af forsoðnum kartöflum og svo að síðustu 1 dós af nýrnabaunum. Átti karrýmauk frá pataks og setti 2 msk af því úti. Þetta bragðaðist alveg ljómandi.
Brauð
5dl spelt
1dl sólblómafræ
1dl kókosmjöl
3 tsk lyftiduft
smá sjávarsalt
2,5 dl létt ab-mjólk
soðið vatn þar til deigið var orðið hæfilega þykkt
þurrefnin hnoðuð saman svo ab-mjólk og svo vatnið
búnar til kúlur og sett inn í ofn á 180°í 20-30 mín
bjó svo til Raitu
létt ab-mjólk
gúrka skorin í litla bita
smá sjávarsalt
1 tsk cumin
ég setti líka 3 sólþurrkaða tómata úti skorna í litla bita
með var svo tómata og paprikusalat

1 Comments:
jommí.
Gaman að sjá svona margar nýjar uppskriftir hér inni. :)
Greinilega of langt síðan ég kíkti hingað inn síðast.
Skrifa ummæli
<< Home