14. ágúst 2006

Upprunaleg uppskrift er úr bókinni "Af bestu lyst II". Þessi súpa er hrikalega bragðgóð, seðjandi og ótrúlega holl. Ég tók hana af vefnum hjá Sigrúnu
Miðjarðarhafs fiskisúpa
Fyrir 2-3

100 g rækjur,1 lítið ýsuflak, 5 múslingar, 10 súpuhumrar (eða bara sá fiskur sem þið viljið)
* 1 laukur
* 2 hvítlauksrif
* 100 gr sveppir
* 1 tsk ólífuolía
* 1 tsk heilsusalt (Herbamere)
* 1 tsk svartur pipar
* 1/2 msk karrí duft
* 1/2 tsk turmeric duft
* 1 lítil dós (minnsta) niðursoðnir tómatar
* 150 ml grænmetissoð. Einnig má nota fiskisoð eða kjúklingasoð
* 150 ml vatn
* 5 lárviðarlauf
* 1/2 búnt steinselja
* 1 tsk fiskisósa (Nam Plah). Má sleppa.

Aðferð:
* Saxið lauk og merjið hvítlauksrif.
* Skerið niður sveppi.
* Mýkið lauk, hvítlauk og sveppi í ólífuolíu (eða vatni) í 1-2 mín í stórum potti.
* Kryddið með salti, pipar, karrí og turmeric
* Setjið tómata, grænmetissoð, vatn og lárviðarlauf út í pottinn.
* Látið suðuna koma upp í 3-4 mínútur
* Setjið fiskinn útí og sjóðið í 3-4 mínútur
* Bætið kræklingnum út í og hita að suðu.
* Saxið steinselju yfir súpuna (og setjið u.þ.b. 1 msk á hvern disk áður en borið fram)


* Það er alveg nauðsynlegt að hafa nýbakað, gróft brauð með en ef það er ekki hægt, hafið þá gróft snittubrauð eða grófar bollur með súpunni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mmmm hlakka til að prófa þessa uppskrift - samt að velta því fyrir mér hvort ég megi nota annan fisk en ýsuna....finnst hún nefnilega ekkert sérlega góð ehe!!!!

15 ágúst, 2006 19:39  
Blogger Unknown said...

þú notar bara hvaða fisk sem er Elín mín. Passaðu þig bara á hringormunum ef þú notar þorskinn..haha
Gummi og Marteinn veiddu nefnilega þorsk um daginn á bátnum hans tengdó og það endaði með að við hentum honum öllum sökum ormsins. Erum ekki með svona fín ljós heima til að pikka þá úr eins og gert er í fiskvinnslunni.

15 ágúst, 2006 20:16  

Skrifa ummæli

<< Home