Rækjur með fetaosti (Garidas me fetta)
250-400g rækjur, skelflettar
400g tómatar, vel þroskaðir
2 laukar
ólífuolía
100ml hvítvín (eða vatn og dálítill sítrónusafi)
1/2 knippi söxuð steinselja
pipar, salt
200g fetaostur
Látið rækjurnar þiðna. Skerið kross ofan í tómatana, setjið þá í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Látið tómatana standa í 20-30 sekúndur. Hellið svo vatninu af þeim, flysjið þá, skerið þá í tvennt og skafið fræin úr þeim með teskeið. Skerið þá síðan í litla teninga. hitið olíuna á pönnu. Saxið laukinn smátt og látið hann krauma í olíunni við meðalhita í nokkrar mínútur. Bætið þá tómötum, hvítvíni, mestallri steinseljunni, pipar og salti út í og látið sjóða nokkuð rösklega þar til mestallur vökvinn er gufaður upp. Setjið rækjurnar út í látið malla þar til þær hafa hitnað í gegn. Dreifið fetaostinum yfir og takið af hitanum. Hellið í skál eða á fat, straið steinselju yfir og berið fram með góðu brauði.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home