28. febrúar 2006

Ína og Gaui komu í mat um daginn og þá elduðum við mjög góðan grænmetisrétt (úr Gestgjafanum).

Ofnbakað grænmeti með hnetusósu
Grænmeti af eigin vali skorið niður og sett í eldfast mót (ég var með gulrætur, kartöflur, sætar kartöflur, lauk og blómkál) sjávarsalt dreift aðeins yfir ásamt smá ólífuolíu
passa að hræra í grænmetinu öðru hvoru.

Hnetusósa:
1 laukur
5 hvítlauksrif
1 paprika
2 chili-aldin grænt og rautt
kóríanderfræ
kumminfræ
sjávarsalt
olía
1L grænmetissoð
1 dós hnetusmjör (sykurlaust). Gummi fann eitt sykurlaust hnetusmjör í Bónus og var það frá euroshopper. Hnetusmjör er auðvitað ekki orkusnautt (finnur varla orkuríkari mat) en hnetur eru hollar þar sem fitan er fjölómettuð.

Saxið lauk, hvítlauk, papriku og chili smátt (við notuðum auðvitað mixerinn ógurlega sem mixaði þetta á 5 sek). Steytið kryddið í mortéli og hitið það síðan í potti með olíu. Þegar kryddið ilmar vel er smátt skornu grænmetinu bætt í, þá hnetusmjöri og soði og látið malla undir loki í 1/2-1 klst.

ATHUGIÐ að þetta er mjög mikil sósa. Við fylltum meðalstórt eldfast mót af grænmeti og var mjög mikill afgangur af sósunni þrátt fyrir að hún var alveg rosalega góð. Við frystum hana og njótum svo auðvitað góðs af síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home