Lítil hollusta í kvöldmatnum í kvöld. Mér finnst saltkjöt mjög gott og elda það því einu sinni á ári. 'i dag á sprengidaginn auðvitað. Kaupi 1.flokks kjöt og reyni að taka fituna frá eins og ég get. Svo gufusauð Gummi gulrætur, rófur og kartöflur svona til að auka á hollustuna.
Í gær bakaði ég bollur. Prófaði að gamni að reyna að gera þær hollari. Notaði spelthveiti í stað hvíts. Einnig setti ég olífuolíu í stað smjörs. Þær lyftu sér ekkert sérstaklega vel en ég hafði sett ofninn á blástur sem ég hefði ekki átt að gera. Kannski hefðu þær lyft sér betur við undir og yfirhita. Setti svo sultu á með engum aukasykri en hafði samt alvöru rjóma.
Þetta bragðaðist bara mjög vel. Ekkert síðra en hinar óhollari.
Í kvöldmatinn eldaði ég líka bollur en þær voru indverskar.
1 laukur
2 hvítlauksrif
Hökkuð í matvinnsluvél eða saxað smátt og blandað saman við 600g nautahakk (keypti það í kjötborðinu í Fjarðarkaupum)
1 tsk svartur pipar
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk kardimommur
slat
olía
Kryddið sett útí
Mótað í bollur og steikt á pönnu þar til þær hafa brúnast vel.
Tekið af pönnunni og sósan búin til
Sósa
1 laukur
2 hvítlauksrif
2 tsk kóríanderfræ
1 tsk kummin
1 tsk túrmerik
5-6g fersk engiferrót, fínsöxuð
4dl kjötsoð
salt
1-2 tsk tsk hrásykur
1/4 sítróna, safinn
ferskt kóríander
Laukur og hvítlaukur saxað smátt og brúnað á pönnu við vægan hita í 4-5 mínútur. Setjið kryddið út í og steikið áfram við vægan hita í 3-4 mín. Bætið þá kjötbollunum við ásamt soðinu.
Saltið og sykrið og dreypið ögn af sítrónusafa yfir. Sjóða í hálftíma.
Ég bar þetta nú fram með kartöflum og raitu en í gestgjafanum þar sem ég fékk uppskriftina er talað um hrísgrjón, raitu og naanbrauð.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home