16. nóvember 2010

Súkkulaði muffins m/súkkulaði og hnetukremi

2 ½ dl möndlumjólk eða sojamjólk eða hrísgrjónamjólk eða mjólk
2 tsk sítrónusafi
1 ½ dl agavesýróp*
¾ dl kaldpressuð kókosolía*
1 tsk vanilluduft*
2 ½ dl spelt* t.d. fínt og gróft til helminga
¾ dl hreint kakóduft*
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk himalaya eða sjávarsalt

Hitið ofninn í 180*C. Setjið möndlumjólk (eða aðra mjólk) í matvinnsluvél ásamt sítrónusafa, agavesýrópi, kókosolíu og vanilludufti og hrærið þar til þetta verður létt og freyðandi. Blandið þurrefnunum saman í annari skál og hellið vökvablöndunni útí og hrærið saman. Setjið í ykkar uppáhalds muffins form eða bréf og bakið í um 18-20 mín eða þar til þetta er alveg gegnum bakað. Ef þið ætlið að hafa krem á þeim þá er best að láta þær kólan fyrst.

Súkkulaði og hnetukrem:

½ dl agavesýróp*
¾ dl kaldpressuð kókosolía*
1 dl hreint kakóduft
1 msk hnetusmjör* eða tahini*

Hrærið öllu saman í skál og setjið kremið oná kökurnar þegar þær hafa kólnað

4. febrúar 2010

Súkkulaðifylltar döðlur

8-10 döðlur (helst ferskar)
100g dökkt súkkulaði 70%
2 1/2 msk vatn
1/4 tsk skyndikaffiduft
1/2 tsk vanilludropar
2 msk kókosmjöl

Steinhreinsið döðlurnar. Setjið súkkulaðið í lítinn pott ásamt kaffi vatni og vanilludropum. Bræðið það við vægan hita og hrærið í á meðan. Setjið pottinn til hliðar og látið súkkulaðið kólna og þykkna aðeins. setjið svo eina tsk af súkkulaði inn í hverja döðlu og veltið þeim upp úr kókosmjölinu.

Súkkulaðibúðingur

11/2 avókadó, afhýtt og steinhreinsað
1 1/2 dl kókosvatn (eða vatn)
5-6 döðlur, smátt skornar
2 msk kakóduft
1 msk macaduft (má sleppa)
1 msk agavesýróp
1/2 tsk vanilluduft
smá himalayasalt
1-2 msk lífrænt appelsínu eða sítrónuhýði, ef vill en má sleppa
Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Þegar þetta hefur maukast í matvinnsluvélinni þá er gott að setja þetta í blandarann svo að þetta verði alveg silkimjúkt

13. janúar 2010

Bananadöðlukaka

Þessi er svakalega einföld, holl og góð

550 gr. Döðlur sem eru hitaðar í potti og maukaðar

2 stappaðir bananar settir út í

1 bolli haframjöl

1 msk kókósolía

Heslihnetur eða möndluflögur (saxa hneturnar vél sett bara smá af hvoru)

Þetta er allt hrært saman, sett í form og látið kólna í ísskáp



Skreytt með jarðaberjum, brytjuðu dökku súkkulaði og kókosflögum (eða mjöli)

Borið fram með rjóma eða ís ef vill.

27. október 2009

Bananasmákökur

3 þroskaðir bananar (helst svartir)
1 bolli döðlur
2 bollar haframjöl
1/3 bolli olía (ég notaði kókosolíu)
vanilludropar

Allt sett í matvinnsluvél og inn í 180° heitan ofn í 10-15 mín.
Ótrúlega góðar og hollar að sjálfsögðu

5. september 2008

Tortillur frá Sigrúnu

Hér er ein uppskrift í staðinn að hollum vefjum fyrir þá sem vilja prófa: 2 bollar spelti (fínt), 1 tsk sjávarsalt, 1 tsk lyftiduft, 4 mtsk kókosfeiti, 2/3 bolli vatn (öllu blandað saman, hnoðað lauslega, skiptið í 8 hluta, stráið með hveiti og setjið í plastpoka til að geyma. Fletjið út og hitið á pönnu í 30-40 sekúndur á hvorri hlið. Setjið rakt viskustykki yfir bunkann). Hægt er að frysta kökurnar en setja þarf bökunarpappír eða plast á milli hverrar köku).

11. júní 2008

Bökuð ostakaka

Botn:
100g sesamfræ
100g kókosmjöl
200g döðlur
½ tsk kanill smá himalaya/sjávarsalt og cayenne á hnífsoddi

Fylling:
800g hreinn rjómaostur
1½ dl agave sýróp
½-1 tsk hreint vanilluduft
5 egg ½ krukka sykurlaus bláberjasulta
fersk bláber til skrauts

botn:
allt sett í matvinnsluvél og síðan í smurt form og bakað í ofni í 5 mín við 200°C fylling: rjómaosturinn settur í matvinnsluvél ásamt agave sýrópinu og vanilluduftinu. Eggjunum bætt útí einu í einu. Síðan er fyllingunni hellt í bökubotninn og kakan bökuð í uþb 40 mín við 170°C látið kökuna kólna aðeins og smyrjið þá bláberjasultunni ofaná. Skreytið með ferskum bláberjum.