Kjúklingaréttur
Eldaði góðan rétt í gær. Hafði einhvern tímann fengið sent í tölvupósti bunka af uppskriftum af kjúllum. Skoðaði það í gær til að fá einhverjar hugmyndir af sniðugum mat. Ennnnnn.... þar var ekkert að hafa þrátt fyrir tugi uppskrifta. Allar uppskriftirnar voru svo óhollar, eitthvað óhollt í þeim öllum svo ég ætla bara að ýta á delete :)
Það sem ég gerði þá í gær
4 litlar bringur sem ég skar í litla bita
steikti hvítlauksrif og engiferbita í olíu á pönnu. Kjúllinn settur útí. 2 msk af mildu karrímauki frá pataks úti ásamt hálfri dós af kókosmjólk.
Sauð hrísgrjón með. Setti útí þau fyrir suðu, 1/2 tsk karrí og rúsínur. Það kom mjög vel út.
Svo salat með.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home