Gerði góðan saltfiskrétt í gær.
Þennan gerði ég úr hráefni sem var til heima. Voða gott að þurfa ekki að fara í búðina :)
Átti nýtt ýsuflak sem ég lagði í salt í 10 mín og skolaði það svo (lærði þetta af Dagný sveitakonu :)
sæt kartafla skorin í mjóar sneiðar og settar neðst í eldfast form
1 laukur
1 vorlaukur
olífuolía
oregano (þurrkað). Þetta fernt sett í matvinnusvél og gert úr því mauk og setti svo helming af því ofan á kartöfluna. Sett inní ofn við 200 gráður í svona 20 mín
Saltfiskurinn settur ofan á og afgangurinn af maukinu ásamt kirsuberjatómötum og aftur sett inn í ofn í uþb 10 mín.
sósan með
1 mangó, 1 dós sýrður rjómi, ferskt kóríander og salt. Maukað saman í matvinnsluvél (blender).
Sósan var búin að vera inní ísskáp síðan daginn áður og var mjög góð þegar kóríander bragðið var komið í hana.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home