Kvöldmaturinn í gær var kræklingur í hvítvíni.
Fyrst er skelin sett á kaf í vatn og þær sem fljóta upp eru ónýtar svo þeim er hend. Síðan er skelin þvegin með bursta.
Steiktum einn lauk í olíu og skelltum svo 2 kílóum af kræklingaskeljum úti pottinn. Síðan var einni hvítvín hellt yfir. Látið sjóða þar til allar skeljarnar hafa opnast. Bökuðum upp hluta af soðinu og settum kryddjurtir úti (steinselju, graslauk og basil).
Með þessu var serverað afskaplega gott hvítvín.
Ferlega ljúft að gæða sér á. Stóri kosturinn við svona fæði er hvað maður er lengi að borða :)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home