24. ágúst 2005

Við gerðum salat í gær fyrir okkur 2 en krakkarnir fengu sænskar kjötbollur úr IKEA ásamt soðnum kartöflum og sósu. Já við eldum venjulega svo fitulaust fæði að ég hef aðeins áhyggjur af því að börnin mín fái ekki næga fitu sem er þeim nauðsynleg til vaxtar og þroska.

Hér er svo uppskriftir af þessu geðveika salati sem við gerðum.

Hálfur poki blandað salat ásamt slettu úr rucola poka
1/4 gúrka skorin í bita
uþb 1 dl af niðursoðnum kjúklingabaunum
afgangur af grilluðum kjúklingabringum skornar niður
þurrsteiktar furuhnetur og sólblómafræ
flögur af padano osti (eða parmesan)
og svo dressing sem samanstóð af:
balsamik vinager
olífuolíu og
dash af hunangi

Þetta er algjört nammi

2 Comments:

Blogger Dagný said...

Hljómar rosa vel allt saman :)
Haldið bara áfram að setja inn svona flottar uppskriftir. Held að mér (okkur) veiti sko ekki af því að fara eftir þeim eftir að tengdaforeldrar mínir hafa verið hjá okkur í 2 vikur. Held að sumir yrðu ekki sáttir við að fá eintómt gras og fuglafóður (eins og hann kallar þetta ) í öll mál. Sumir vilja bara fá sína fitu og svona
:)

25 ágúst, 2005 07:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Frænka.Brjálað að gera hjá minni á netinu að gera vefsíður. Vildi benta þér á síðuna mína í vinnunni islenskt.is þar getur þú fundið fullt af gómsætum grænmetisuppskriftum.
Kveðja
Kristín

25 ágúst, 2005 11:37  

Skrifa ummæli

<< Home