Grill kvöldsins. Kata vinkona er í heimsókn og við sátum úti og höfðum það mjög ljúft.
Grilluðum "drumsticks" fyrir krakkana.
Eg setti kryddlög á þá og lét liggja í klst í kæli. Í honum var: olífuolía, hvítvínsedik, 2 hvítlauksrif, jarðaberjasulta og sojasósa.
Við fullorðna fólkið fengum:
4 úrbeinaðar og skinnlausar kjúklingabringur lagðar í kryddlög sem samanstendur af: piparkornum (eftir smekk, Gummi setti 2 tsk en hann er algjör piparkarl:) , 1 þurrkaður chilipipar, kóríander seeds (1-2 tsk), 1 tsk gróft sjávarsalt og svo ólífuolía, slatti (þarf að hylja kjúklinginn, best að setja í djúpa skál, börkur af einu lime rifið ofan í olíuna + safinn úr læminu.
Bringurnar skornar í strimla og látnar lggja í leginum í amk klst og svo þræddar upp á teina og grillaðar. Passa bara að grilla ekki of lengi, bara svo að bringunar verði grillaðar í gegn en samt ekki þurrar.
Salat
Rucola, 1/2 mangó, 1/2 avocadó, smá gul melóna (sem við áttum afgang af síðan í hádeginu), limone balsamico (lögurinn sem við notuðum ofan á).
Sósa
2 msk hvítt skyr (kwark, sem er mjög líkt ísl. skyri)
2 msk Kotasæla
1 msk sulta (ég notaði jarðaberjasultu)
slatti af þurrkuðu dilli
salt
-Grillað grænmeti
Grillaðar 2 heilar paprikur og 2 rauðlaukar og svo maískorn sem við borðuðum eiginlega í forrétt
Yndislegt alveg
Gummi mælir með áströlsu vínu t.d. blöndu af cabernet og shiras, Hardys bin343 2004.

2 Comments:
Mæli með geðveikri sósu með kjúllanum eða fiskinum.
Sýrður rjómi 10% (Kvark dugar líka blandað með vatni)
Sweet chili sósa blönduð saman við.
Algjört mmmmmmmm namminamm
Verð endilega að prófa þetta áður en Eva Hrönn og þór fara heim á moðvikudaginn
Skrifa ummæli
<< Home