Matseðill minn í dag. Jæja hér er það bara svart á hvítu hvernig matarræðið er hjá mér þessa dagana. Þetta er svona frekar týpískur dagur.
Kornflex með 0%mjólk og vatnsglas í morgunverð
caffé latte a la Gummi eftir leikfimi ásamt vatni (einnig drukknir 750ml í tímanum).
2 litlar chiabatta bollur í hádeginu, önnur með reyktum laxi og hin með kæfu og papriku og vatn með.
niðursneiddir ávextir kl 3 (mangó, appelsína, vínber, nektarína og svo skrítna stóra appelsínan sem Gummi heldur á á daglega blogginu, hún heitir pompa... eitthvað).
Salat kvöldsins.
hálfur poki rucola
hálfur poki annað salat
ristaðar furuhnetur og sólblómafræ
1 mozzarella rifinn
2 kjúklingabringur (afgangur síðan í gær)
2 tómatar
1/2 mangó (ég er alveg með æði fyrir því)
1 rauðlaukur
balsamico vinagrette og olífuolía yfir.
og svo vatn auðvitað.
Je..minn hvað ég er holl...hihi
Í kvöld er það svo 1 espresso ásamt vatnsdrykkju

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home