Kvöldmaturinn var Mangólax. Uppskrift sem við fengum úr nýjasta Nýtt Líf.
Hrikalega góður og þá sérstaklega salatið með.
Sesamhúðaður lax með mangósalsa (fyrir 4)
800g laxaflak (roð og beinlaus)
1 1/2 tsk salt (ég setti minna)
3/4 tsk (Marteinn las þetta fyrir mig sem taska) svartur pipar
ég ráðlegg að setja ekki heila tösku af pipar þar sem að þá munuði hnerra út í eitt eins og piparkökugerðarmaðurinn í dýrin í hálsaskógi, en kannski fer það eftir því hversu taskan er stór
3 kúfaðar msk mangó chutney
2 msk sesamfræ
stillið ofninn á 200°C. Setjið laxaflakið á bökunarplötu klædda bökunarpappír, saltið og piprið. Smyrjið flakið með mangó chutney. Setjið í ofninn. Eldunartíminn ræðst af smekk. Berið fram með mangósalsa og hrísgrjónum eða nýjum íslenskum kartöflum (við slepptum þessu, þe hrís og kart).
Laxinn var inní ofninum í ca 10-15 mín hjá okkur.
Mangósalsa f. 4
1 vel þroskað mangó
1 rauðlaukur
1/2 rauð paprika
1/2 græn paprika
2msk hvítvínsedik
1tsk hunang
1msk ólífuolía
salt og pipar
2 msk ferskt basilikum
Afhýðið mangóið og skerið í ltila teninga. Fínsakið laukinn. Skerið paprikuna í smáa bita og blandið 0llu saman. Hrærið saman hvítvínsedikinu, olíunni og hunanginu. Smakkið til með salti og pipar, hellið yfir. Saxið basilikum og stráið yfir. Hrærið varlega
Gummi mælir með Santa Alicia - sauvignin blanc sem er mjúkt og þægilegt vín með ferskju og ananaskeim. Fer vel með laxinum. (€2,95 í EmTé).

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home