Grilluðum lax í kvöld eins og oft áður. Næstum besti matur í heimi.
1 kg lax lagður í lög sem samanstendur af
1dl hunang
2msk soyasósa
1dl sesamolía
1cm engifer
½ dl sítrónusafi
2 hvítlauksrif
Allt sett í matvinnsluvél (nýja kitchen aid blenderinn sem er bara æði)
Bjó svo til mango chutney og setti í það:
1 mangó
½ lítill laukur
1 hvítlauksrif
Smá engiferbiti
Salt
Pipar
Sinnep
1 þurrkaður chilli pipar (mínus kornin)
Smá hvítvínsedik
1 epli
Smá kanill
Salatið var svo samsett af
Spínat
Rukóla blanda
2 tómatar
1 paprika
Alfa alfa spírur
Nokkrar radísur
Furuhnetur (þurrristuð á pönnu)
Sólblómafræ (þurrristuð á pönnu)
Balsamiko + olífuolía dassað yfir
Keypti svo forsoðnar litlar kartöflur sem búið var að krydda með kryddjurtum, þær hitaðar á pönnu
Þetta bragðaðist alveg ljómandi vel
Endilega prófið. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi uppskriftir, setjið þá bara komment og ég skal reyna að skýra út.
Kveðja,
Alma :)

1 Comments:
Ég er nú ekkert brjáluð í lax en ætla að prófa þetta.
Kv. Helga.
Skrifa ummæli
<< Home